Hættuleg fölsuð lyf í umferð, Carbfix ætlar að dæla niður innfluttu koldíoxíði og líkur aukast á Sundhnúksgígaröðinni
Lögreglan varar við hættulegum lyfjum í umferð. Til rannsóknar er hvort dauða manns á fertugsaldri megi rekja til neyslu falsaðra Xanax-lyfja sem seld eru á svörtum markaði.
Carbfix ráðgerir að dæla innfluttu koldíoxíði í jörðu á allt að fjórum stöðum á landinu og kynnti áætlanir sínar á íbúafundi í Ölfusi í gær.
Ísraelsstjórn segir aðrar stofnanir og samtök geta tekið við verkefnum palestínsku flóttamannaaðstoðarinnar þegar samskiptum við hana verður slitið á fimmtudag. Bandaríkjastjórn styður ákvörðun Ísraels.
Landris og kvikusöfnun hefur áfram undir Svartsengi og líkur á eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni fara vaxandi.