Kvöldfréttir útvarps

Donald Trump tekur við, snjóflóðahætta á Austfjörðum og enginn fíkniefnahundur á Suðurnesjum

Gullöld Bandaríkjanna er runnin upp sagði Donald Trump í ávarpi þegar hann tók við embætti forseta í dag.

Enn er óvissustig á Austfjörðum vegna snjóflóðahættu og hættustig í Neskaupstað og á Seyðisfirði. Rýming verður endurskoðuð í fyrramálið. Rafmagn er komið aftur á í Stöðvarfirði en rafmagnslaust er á um 40 heimilum fyrir austan.. Appelsínugul veðurviðvörun gildir til miðnættis á Austfjörðum

Barn fæddist á Seyðisfirði í morgun en þar er engin fæðingardeild og ekki hægt komast yfir ófæra Fjarðarheiði. Móðirin segir afleitt búa við slíkt öryggisleysi og mildi fæðingin gekk vel.

Enginn fíkniefnahundur hefur verið á Keflavíkurflugvelli frá því í fyrrasumar. Þá drapst hundurinn sem hafði gegnt starfanum og engin áform eru um finna annan hund.

Landsvirkjun hefur áfrýjað dómi héraðsdóms, sem felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi. Ástæða áfrýjunarinnar er sögð dómurinn í meginatriðum rangur.

Ísland mætir öflugu liði Slóvena í síðasta leik í riðlakeppni HM í handbolta karla í Króatíu í kvöld.

Frumflutt

20. jan. 2025

Aðgengilegt til

20. jan. 2026
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,