ok

Kvöldfréttir útvarps

Metvatnshæð í Hvítá og Áslaug vill landsfund sem fyrst

Ísstífla í Hvítá hefur leitt til metvatnshæðar við Brúnastaði. Ólíklegt er að ástandið skáni næstu daga, segir veðurfræðingur.

Ákvörðun Landsréttar um að snúa átta ára fangelsisdómi fyrir manndráp í sýknudóm verður tekin fyrir í Hæstarétti. Ríkissaksóknari vill að Hæstiréttur túlki lagaákvæði sem aðeins hefur verið notað einu sinni áður.

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn fljótlega og það skiptir ekki máli hvort hann verði í febrúar eða örlítið seinna. Þetta segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra.

Fyrirkomulagi á söngvakeppninni hefur verið breytt. Ekkert einvígi verður milli tveggja efstu laganna eins og hefur verið gert undanfarin ár.

Fimmtán hundruð manna hópur flóttamanna freistar þess að komast til Bandaríkjanna áður en Trump tekur við völdum. Ólíklegt þykir að það takist því þrýst er á forseta Mexíkó að stöðva flóttamenn áður en þeir komast að landamærunum.

Frumflutt

3. jan. 2025

Aðgengilegt til

3. jan. 2026
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,