ok

Kvöldfréttir útvarps

Hundruð sparnaðarráða frá almenningi til ríkisins, lögregluforingi Gaza felldur og brunagaddur á Norðurlandi um áramótin

Hátt í þrjú hundruð tillögur hafa borst frá almenningi um hagræðingu í ríkisrekstri síðan opnað var fyrir umsagnir í samráðsgátt í hádeginu. Forsætisráðherra segir almenning geta komið með góðar lausnir.

Lögregluforingi Gaza strandarinnar er sagður hafa fallið í loftárásum ísraelska hersins í dag. Alls voru 43 drepnir í árásunum sem beindust meðal annars að flóttamannabúðum.

Fimbulkuldi á Norðurlandi um áramótin varð til þess að neyðarstjórn Norðurorku var virkjuð á gamlársdag.

Litlar breytingar er að sjá á fylgi stjórnmálaflokkanna í nýjum þjóðarpúlsi, þeim fyrsta eftir kosningar.

Engin gögn styðja fullyrðingar um að ADHD sé ofgreint á Íslandi, segja ADHD-samtökin og telja Ísland komið lengra í málaflokknum en samanburðarlönd.

Frumflutt

2. jan. 2025

Aðgengilegt til

2. jan. 2026
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,