Kvöldfréttir útvarps

Kristrún líklega yngsti forsætisráðherrann

ríkisstjórn Íslands verður kynnt á morgun. Allt bendir til þess Kristrún Frostadóttir verði yngsti forsætisráðherra Íslands. Þetta verður fjórði þriggja flokka meirihlutinn í röð.

Faðir fimmtán ára drengs sem sýnt hefur af sér ofbeldishegðun og flakkað á milli stofnana kveðst ráðalaus. Fjölskylda drengsins er ósátt við þær lausnir sem eru í boði.

Verkföll hefjast í fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum náist ekki samningar í deilu kennara við ríki og sveitarfélög fyrir 1. febrúar. Formaður Kennarasambands Íslands segir viðræður ganga vel en kennarar séu tilbúnir halda baráttu sinni áfram.

OpenAI hefur verið sektað um rúmlega tvo milljarða króna vegna brota á persónuverndarlögum á Ítalíu. Þekktasta vara fyrirtækisins, forritið ChatGPT var bannað í hálft ár í landinu í fyrra.

Frumflutt

20. des. 2024

Aðgengilegt til

20. des. 2025
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,