Kvöldfréttir útvarps

Katrín Jakobsdóttir, stjórnarmyndun, vindorka, ofbeldi á þroskaheftum, fprdæmisgildi Sólheimajökulsmálsins, Gasa

Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra segist hafa upplifað mikla sorg þegar flokkur hennar, Vinstri græn datt út af þingi í kosningunum. Hún segir Stjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa verið orðið erfitt áður en upp úr slitnaði.

Stjórnarmyndunarviðræður héldu áfram í dag. Flokkarnir vonast til mynda stjórn fyrir áramót.

Verkefnisstjórn rammaáætlunar kynnti í dag drög flokkun tíu vindorkuverkefna. Þau eru komin í fyrra umsagnarferli.

Framkvæmdastjóri Þroskahjálpar segir allt kerfið óhagstætt fötluðu fólki sem verður fyrir ofbeldi. Hún segir kerfislægra breytinga þörf, en þær séu erfiðar því engar skýrslur séu til um ofbeldi á fötluðu fólki á Íslandi.

Lektor við lagadeild Háskóla Íslands segir nýlegur dómur fordæmisgefandi fyrir harðari refsingar vegna skipulagðrar brotastefsemi.

Á meðan augu flestra beinast Sýrlandi halda hörmungar áfram á Gazaströndinni. Minnst 33 voru drepnir í tveimur loftárásum Ísraela í morgun. Þar af 12 verðir sem gættu vörubíla með mannúðaraðstoð.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson og Þorgils Jónsson

Tæknimaður: Mark Eldred

Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir

Frumflutt

12. des. 2024

Aðgengilegt til

12. des. 2025
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,