Skiptastjórar Play telja dótturfélag á Möltu tilheyra þrotabúinu en handhafar skuldabréfa sem gefin voru út með veði í dótturfélaginu telja sig ráða því.
Rauði krossinn hefur hætt starfsemi í Gazaborg tímabundið því ekki er hægt að tryggja öryggi starfsfólks.
Rífa á fjölmörg hús í Grindavík samkvæmt tillögum um framtíðarskipulag bæjarins og bannað verður að byggja á sprungusvæðum.
Framsóknarflokkurinn bætir við sig fylgi milli mánaða og mælist aftur inni á þingi í nýjum þjóðarpúlsi Gallups.
Tæplega sex af hverjum tíu innflytjendum eru á leigumarkaði og þeir meta andlega heilsu sína verr en innfæddir. Tekjur innflytjenda eru lægri og fjárhagur verri en meðal innfæddra.
Strætóferðum milli Akureyrar og Reykjavíkur verður fækkað úr 26 í 14 á viku um áramótin íbúum á Norðurlandi vestra til angurs.