Rekstur borgarinnar, banamanns Charlies Kirks leitað og samdráttur í byggingariðnaði viðbúinn segir verktaki
Borgarstjóri segir rekstur borgarinnar í jafnvægi þótt lífeyrisskuldbindingar vegna kennara hafi vegið þungt í 6 mánaða uppgjöri. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir að fara þurfi ofan í saumana á útgjöldum hjá borginni.
Mannsins sem skaut bandaríska áhrifavaldinn Charlie Kirk er enn leitiað.
Samdráttur í byggingariðnaði var fyrirsjáanlegur segir verktaki. Aðföng og álögur hafi hækkað.
Fjármálaráðherra mælti fyrir fjárlagafrumvarpinu á Alþingi í dag við misjafnar undirtektir.
Franskir þingmenn leggja til að samfélagsmiðlar verði bannaðir börnum yngri en 15 ára. Tilefnið er myndskeið á TikTok sem talin eru skaðleg börnum.