Kvöldfréttir útvarps

Störukeppni og málþóf heldur áfram við Austurvöll

Veiðigjaldsfrumvarpið varð í dag mest rædda málið á þingi síðan málstofur voru sameinaðar. Störukeppni og málþóf heldur áfram við Austurvöll.

Sveitarstjóri Rangárþings eystra útilokar ekki hætt verði við áform um verslunar- og þjónustusvæði við Holtsós undir Eyjafjöllum. Ljóst gera verði breytingar eftir fjölmargar athugasemdir lögaðila og íbúa í sveitinni.

Formaður Neytendasamtakanna segir stjórnleysi ríkja í bílastæðamálum við Keflavíkurflugvöll. Eigandi bílastæðaþjónustu-fyrirtækis vill semja við Isavia um breytt fyrirkomulag.

Innviðaráðherra segir viðhaldsskuld vegakerfisins vera gríðarlega. Þriggja milljarða aukafjárveiting er til viðhalds á vegum. Ráðherra segir brýnustu viðhaldsþörfina á Vestur- og Suðurlandi.

Frumflutt

8. júlí 2025

Aðgengilegt til

8. júlí 2026
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,