Kvöldfréttir útvarps

Ögurstund fyrir Grænland og veik staða klerkarstjórnar

Grænland stendur á eigin fótum og vill ekki vera hluti af Bandaríkjunum. Danmörk og Grænland ganga sameinuð á fund Bandaríkjanna á morgun.

Vorþing hefst á morgun. Samgönguáætlun er í forgangi segir forsætisráðherra.

Fiskimjölsverksmiðjur landsins nota flestar rafmagn í ár í stað olíu, sem stórminnkar losun frá bræðslunum. Formaður Félags fiskimjölsframleiðenda segir þó öfugsnúið rafmagn til verksmiðjunnar í Eyjum verðlagt út af markaðnum með háum flutningsgjöldum.

Fimm ár eru í dag síðan Guðmundur Felix Grétarsson fékk grædda á sig nýja handleggi í aðgerð sem markaði tímamót í læknavísindum. Guðmundur segir síðustu fimm ár hafa verið baráttu - en vel þess virði.

Óvenju þurrt hefur verið í höfuðborginni fyrstu daga ársins. Veðurfræðingur segir mögulegt fyrri helmingur janúar verði þurrasti í Reykjavík í 90 ár.

Frumflutt

13. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,