Eldur í Gufunesi, kostnaður við upplýsingamiðstöð, mótmæli í Íran
Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu berst við mikinn eld sem kviknaði í skemmu í Gufunesi um klukkan fimm.
Um 400 þúsund erindi bárust upplýsingamiðstöð heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á síðasta ári, kostnaðurinn við hana tæplega þrefaldaðist á milli 2023 og 2024.
Mannréttindasamtök segja að minnnsta kosti sexhundrað fjörutíu og átta mótmælendur hafa látist í mótmælunum í Íran.
Læknir hjá Klíníkinni óttast að bið eftir aðgerð þar vegna endómetríósu lengist að óbreyttu í allt að tvö ár. Í fyrra var sett viðbótarfjármagn í að fjölga aðgerðum til að stytta biðlista.
Nýskipaður þjóðaróperustjóri segir að með stofnun óperunnar skapist mikið tækifæri til að efla menningarlíf hér á landi. Meðal fyrstu verkefna verður að móta dagskrá og ráða söngvara til starfa.
Umsjón: Erla María Markúsdóttir og Ævar Örn Jósepsson