Starfsfólk leitar til Eflingar og Laufey tilnefnd til Grammy
Formaður fjárlaganefndar treystir ekki ríkislögreglustjóra. Stjórnarandstaðan segir dómsmálaráðherra ekki geta varpað ábyrgð á Alþingi heldur verði ein að taka ákvörðun.
Hátt í 40 félagsmenn Eflingar hafa leitað til stéttarfélagsins í ár vegna fjölda gjaldþrota í veitingageiranum sem tengjast öll sömu mönnunum.
Evrópusambandið íhugar að draga úr regluverki um gervigreind. Það þykir íþyngjandi og hefta nýsköpun.
Seðlabankinn hefur birt vaxtaviðmið sem ríkisstjórnin segir að geti nýst bönkunum til að halda áfram að veita verðtryggð lán.
Tónlistarkonan Laufey Lín hefur verið tilnefnd til Grammy-verðlauna.