Ekkert bendir til þess að jarðskjálftahrina í Mýrdalsjökli í dag sé undanfari eldgoss í Kötlu, að sögn eldfjalla- og jarðskjálftafræðings.
Skólastjóri Hörðuvallaskóla segir færast í vöxt að börn sem glíma við fjölþættan vanda beiti kennara og aðra nemendur ofbeldi.
Utanríkisráðherra segir fyrirhugað að gera tvíhliða viljayfirlýsingar um varnarmál við önnur lönd líkt og þá sem undirrituð var með varnarmálaráðherra Þýskalands í gær.
Forseti Frakklands vill að fulltrúar Úkraínu og Evrópu fái sæti við borðið á fyrirhuguðum fundi forseta Bandaríkjanna og Rússlands. Evrópusambandið stefnir á að samþykkja nítjánda refsipakkann gegn Rússum í vikunni.
Miklar skemmdir urðu í verksmiðju Primex á Siglufirði í bruna í síðustu viku. Framkvæmdastjórinn segir þó mildi að jarðhæð og vörulager hafi sloppið að mestu án skemmda.