Kvöldfréttir útvarps

Drónaárás á Danmörku og Trump fór hörðum orðum um Evrópu

Drónaflug á Kastrup-flugvelli í gærkvöld er alvarlegt atvik sögn utanríkisráðherra. Ráðamenn í Danmörku tala um drónaárás.

Of oft hegða ríki heims sér eins og reglur alþjóðasamfélagsins eigi ekki við um þau, segir framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Forseti Bandaríkjanna fór hörðum orðum um Evrópuríki og Sameinuðu þjóðirnar í langri ræðu á allsherjarþinginu í dag.

Innviðaráðherra segir ljóst sveitarfélög með færri en 250 íbúa geti ekki staðið undir lögbundinni þjónustu. Nýtt frumvarp myndi heimila honum knýja fram sameiningu.

Aukin vernd vatnalífríkis og svokallaðra vatnshlota getur í sumum tilfellum aukið kostnað við vegagerð. Erfiðara er samþykki fyrir malarnámi í áreyrum, færri malarnámur koma til greina og oftar þarf keyra efni langt að.

Aðeins þrír af fjörutíu og sex nýjum söngleikjum sem hafa verið settir á svið á Broadway frá heimsfaraldri hafa skilað hagnaði. Góðir dómar og jafnvel Tony-verðlaun hafa ekki dugað til.

Frumflutt

23. sept. 2025

Aðgengilegt til

23. sept. 2026
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,