Kvöldfréttir útvarps

Sprengjum rignir yfir Gazaborg, íslensk stjórnvöld krafin um aðgerðir og bókun 35

Ástandið á Gaza versnar dag frá degi þar sem íbúar Gazaborgar flýja hörmungar. Rauði krossinn á Íslandi og Samstaða með Palestínu þrýsta á íslensk stjórnvöld þau beiti sér af fullum þunga fyrir vopnahléi og gegn hernaði Ísraela.

Verkalýðshreyfingin verður höfð með í ráðum um breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar segir forsætisráðherra. Fjármagnið sem á sparast við breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar verður nýtt til virkja fólk til atvinnuþátttöku

Umræður um bókun 35 - um innleiðingu EES reglna - hafa staðið á Alþingi í allan dag og útlit fyrir þær teygist fram á kvöld. Miðflokksmenn eru harðir í andstöðu við bókunina.

Trúuðum Íslendingum hefur fækkað um fimmtung á áratug. Yngsti og elsti aldurshópurinn skera sig þó úr en þar fjölgar í hópi trúaðra. Biskup segir það gefa fyrirheit til framtíðar.

Frumflutt

18. sept. 2025

Aðgengilegt til

18. sept. 2026
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,