Landhernaður Ísraels í Gazaborg og brottfall lögreglumanna eykst
Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir Ísraela tilbúna til að fara alla leið á Gaza og ekki reiðubúna til friðarviðræðna.
Formaður Landssambands lögreglumanna telur að fjölga þurfi stöðugildum til muna og auka andlegan stuðning við lögreglumenn.
Úkraínsk börn sem Rússlandsher hefur rænt fá herþjálfun í sérstökum herbúðum í Rússlandi. Fjöldi barna sem Rússlandsher hefur rænt hleypur á tugum, ef ekki hundruðum, þúsunda.
Innviðafélagi er ætlað að lágmarka áhættu ríkissjóðs vegna stórframkvæmda. Innviðaráðherra á von á tillögum starfshóps í október