Kvöldfréttir útvarps

Stefnt að aðgerðum til að þrýsta á Ísrael, fjárlagafrumvarp og franska stjórnin fallin

Fríverslunarsamningur við Ísrael verður ekki uppfærður, vörur frá hernumdum svæðum Ísraela verða merktar sérstaklega og farið verður fram á farbann yfir tveimur ísraelskum ráðherrum segir utanríkisráðherra sem kynnti utanríkismálanefnd síðdegis aðgerðir til auka þrýsting á Ísrael vegna ástandsins á Gaza.

Ríkisstjórnin stefnir á skila hallalausum rekstri fyrir árið 2027 samkvæmt fjárlagafrumvarpi. Stjórnarandstæðingar segja þörf á meira aðhaldi í ríkisrekstri.

Kjörstöðum verður lokað í Noregi eftir stutta stund og á miðnætti gæti orðið ljóst hver verður næsti forsætisráðherra. Nærri helmingur norskra kjósenda kaus utan kjörfundar.

Frönsk stjórnmál eru í uppnámi eftir þingið samþykkti ekki yfirlýsingu um traust á ríkisstjórninni. Forsætisráðherrrann er talinn munu segja af sér á morgun.

Sífellt fleiri frá löndum utan EES sækja um skólavist við Háskóla Íslands, Útlendingastofnun tókst ekki afgreiða allar umsóknir um landvistarleyfi frá þessum hópi áður en námsárið hófst.

Frumflutt

8. sept. 2025

Aðgengilegt til

8. sept. 2026
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,