Kvöldfréttir útvarps

Tvennt í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankaþjófnaðar, Sameinuðu þjóðirnar lýsa yfir hungursneyð á Gaza og bændur óttast leirburð úr jökulhlaupi í Hvítá í Borgarfirði

Landsréttur sneri í dag við ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur og úrskurðaði karlmann í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á hraðbankaþjófnaði í Mosfellsbæ í vikunni. Tvennt er í haldi vegna málsins.

Sameinuðu þjóðirnar lýstu formlega yfir hungursneyð í Gaza-borg og nágrenni hennar í morgun. Framkvæmdastjóri Rauða krossins segir það ekki pólitíska ákvörðun sem Ísraelar geti þrætt fyrir.

Bandaríkjaforseti segist ekkert vita um húsleit á heimili fyrrverandi ráðgjafa hans, sem hefur verið meðal hans helstu gagnrýnenda síðustu ár.

Óvíst er hvenær jökulhlaup úr Hafrafellslóni gæti náð hámarki. Bændur við Hvítá í Borgarfirði óttast helst þykkur leirburður úr ánni skemmi tún.

Afstaða réttindafélag fagnar því dómsmálaráðherra með til skoðunar nota ökklabönd við rafræna vöktun. Félagið hvetur jafnframt yfirvöld til skoða notkun ökklabanda við fleiri tilefni.

Frumflutt

22. ágúst 2025

Aðgengilegt til

22. ágúst 2026
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,