Kvöldfréttir útvarps

Sjúkratryggingar um niðurgreiðslur vegna POTS, eldislaxar í Haukadalsá úr Dýrafirði og borgarráð um öryggi á leikskólum

Sjúkratryggingar Íslands höfðu ekki upplýsingar um sérfræðilæknar voru ekki alltaf viðstaddir viðtöl við sjúklinga með POTS-heilkenni sem fengu saltvatnsgjöf og niðurgreidda meðferð.

Þrír laxar af 11 sem veiddir voru í Haukadalsá og komu úr sjókvíaeldi - sennilega úr Dýrafirði, samkvæmt upprunagreiningu MAST.

Gögn sem lekið var frá ísraelska hernum sýna mikill meirihluti þeirra sem herinn hefur drepið á Gaza síðustu misseri eru almennir borgarar, eða fimm á móti hverjum grunuðum vígamanni.

Borgarstjóri segir börn alltaf njóta vafans þegar grunur er um velferð þeirra ógnað. Í skoðun hvers eðlis ársgömul ábending var um leikskólastarfsmann sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisbrot.

Næstum helmingi fleiri hafa hringt í hjálparsíma Rauða krossins í sumar vegna sjálfsvígshugsana en í fyrra og sjálfboðaliðar greina alvarlegri tón í samtölum sem berast.

Sveitarstjórn Reykhólahrepps hafnaði í gær tillögu um stækkun hótels í Flatey á Breiðafirði. Minjastofnun sagði framkvæmdirnar geta haft neikvæð og óafturkræf áhrif.

Frumflutt

21. ágúst 2025

Aðgengilegt til

21. ágúst 2026
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,