Kvöldfréttir útvarps

Þrumuveður, lestarslys og grunur um kynferðisbrot í leikskóla

Hjólhýsi sprakk, kerra endaði utan vegar og ferðamenn á mótorhjólum og reiðhjóli þurftu aðstoð niður af Holtavörðuheiði í hávaðaroki. Rúmlega 400 eldingum laust niður í miklu þrumu- og eldingaveðri á suðvesturhorninu.

Einn er látinn og margir slasaðir eftir lestarslys á Suður-Jótlandi. Lest fór út af sporinu eftir hún lenti á farartæki á brautarteinunum.

Foreldrar barna á Múlaborg í Reykjavík segjast hræddir og miður sín eftir hafa heyrt af því starfsmaður grunaður um hafa brotið kynferðislega á barni í skólanum.

Forsetar Rússlands og Bandaríkjanna setjast brátt fundarborði í Alaska til ræða um stríðið í Úkraínu. Fulltrúar rússneska stjórnvalda segja fundurinn gæti orðið margir klukkutímar.

Fulltrúar veiðifélaga útbúa viðbragðsáætlanir, skyldi eldislax finnast í fleiri laxveiðiám. Formaður Landssambands veiðifélaga telur núverandi fyrirkomulag við sjókvíeldi útrými íslenska laxastofninum.

ASÍ hafnar alfarið ásökunum N1 og forstjóra þess um óvönduð vinnubrögð í umfjöllun Verðlagseftirlits ASÍ um innlend olíuverð. Forstjórar tveggja olíufélaga segja það algjöra fásinnu þau samræmi verðlagningu sína. ASÍ kveðst hafa átt við þegjandi samhæfingu milli fyrirtækjanna.

Frumflutt

15. ágúst 2025

Aðgengilegt til

15. ágúst 2026
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,