Forseti Bandaríkjanna ætlar að senda þjóðvarðliða á götur Washington-borgar og setja lögregluna undir alríkisstjórn. Forsetinn segir þetta gert til að heimta borgina úr höndum ribbalda og glæpalýðs en borgarstjórinn segir að dregið hafi úr glæpum.
68 voru drepnir á Gaza í dag, og ísraelsk stjórnvöld hvika hvergi frá áformum um yfirtöku. Nærri 200 fréttamenn hafa fallið á Gaza frá því að Ísraelsher réðst þar inn í október 2023.
Aðeins tvö börn hafa verið ættleidd hingað frá útlöndum síðan 2022. Framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar segir að erfitt sé að tryggja fjármögnun fyrir rekstur félagsins þrátt fyrir mikið aðhald.
Ágangsfé sem étur sumarblóm og traðkar á leiðum í kirkjug veldur Flateyringum hugarangri og hefur gert lengi, en vegna framkvæmda við snjóflóðavarnargarða er ekki hægt að girða fyrir för fjárins inn í bæinn.