Dómsmálaráðherra leggur til að heimilt verði að vista einstaklinga áfram í fangelsi eftir afplánun, séu taldar verulegar líkur á að þeir brjóti alvarlega af sér aftur.
Forsætisráðherra Ísraels vill leggja undir sig allt Gaza-héraðið, en ekki stjórna því til lengri tíma. Minnst 99 börn hafa dáið úr vannæringu í héraðinu það sem af er ári.
Play tapaði um einum komma níu milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi. Það er í takt við afkomuviðvörun félagsins í síðasta mánuði.
Vilji er til þess að auka umfang olíubirgðastöðvarinnar í Örfirisey, þvert á áætlanir Reykjavíkurborgar.
Maður sem tók þátt í því sem kallað hefur verið fyrsta bankarán á Íslandi fyrir fimmtíu árum, gekk inn á lögreglustöð í sumar og játaði brotið.