Allt bendir til þess að veiðigjaldsfrumvarp ríkisstjórnarinnar verði endanlega afgreitt á morgun eftir lengstu umræður í sögunni. Forseti alþingis greip til ákvæðis í þingskapalögum til að stöðva aðra umræðu og knýja fram atkvæðagreiðslu.
Minnihlutinn á Alþingi gagnrýndi vinnubrögð ríkisstjórnarflokkanna harðlega, en meirihlutinn sagði að fullreynt hafi verið með að ná saman.
Alvarleg staða blasir við í Norðurþingi þegar rekstur kísilverksmiðju PCC á Bakka stöðvast á næstu dögum. Sveitarfélagið leitar leiða til að fjölga atvinnutækifærum.
Íslenskur göngugarpur kemur að á Egilsstöðum í kvöld eftir að hafa gengið Suðurlandið frá Reykjavík síðustu þrjár vikur til styrktar börnum í Úganda.