Fíkniefnaframleiðsla kom í ljós í víðtækum lögregluaðgerðum á Norður- og Vesturlandi
Fíkniefnaframleiðsla uppgötvaðist við húsleitir lögreglu á nokkrum stöðum á landinu í gær. Lögreglan hefur í marga mánuði haft grun um að menn í skipulagðri brotastarfsemi framleiddu fíkniefni víða um land.
Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna óttast að stigmögnun átaka í Miðausturlöndum gæti haft í för með sér allsherjarstríð. Hundruð hafa særst í árásum í dag.
Það er ekki í forgangi hjá Vegagerðinni að bæta fallvarnir undir Eyjafjöllum þrátt fyrir banaslys eftir grjóthrun í vor. Varaþingmaður sakar stofnunina um ranga forgangsröðun.
Írska lögreglan kemur til Íslands í næstu viku og tekur skýrslu af 35 manns. Þetta er hluti af rannsókn hennar á hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar í Dyflinni fyrir rúmlega sex árum.