Kvöldfréttir útvarps

PPP með gögn um banka og hvatt til stillingar í Miðausturlöndum

Fyrirtækið PPP fékk aðgang viðkvæmum gögnum VBS fjárfestingarbanka í nokkra mánuði 2012 vegna vinnu fyrir slitastjórn VBS. Þau eru enn til og hluti gagna sem lekið var frá fyrirtækinu.

Sameinuðu þjóðirnar og stjórnvöld víða um heim hvetja til stillingar í átökum í Miðausturlöndum. Bandaríkjaforseti er sagður íhuga árásir á Íran.

Formaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi stjórnvöld í dag fyrir kostnað við starfslok vararíkissaksóknara. Utanríkisráðherra sagði núverandi dómsmálaráðherra gera lítið annað en hreinsa upp eftir Sjálfstæðisflokkinn.

Samfélagið hefur breyst síðan síðasta handbók kirkjunnar var gefin út fyrir nærri 45 árum. Þetta segir einn af höfundum síðustu handbókar. Í þeirri nýju er talað um öll kyn og sálmar birtir á erlendri tungu, sem hefur verið gagnrýnt.

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur staðfest bann við kynleiðréttandi meðferð fólks undir 18 ára í Tennessee. Hópur fólks leitaði til hæstaréttar á grundvelli mismununar.

Frumflutt

18. júní 2025

Aðgengilegt til

18. júní 2026
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,