Kvöldfréttir útvarps

Veiðiráðgjöf Hafró þungt högg

Veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um þorsk er vonbrigði, segir forstjóri Síldarvinnslunnar. Atvinnuvegaráðherra segir ekkert annað koma til greina en fara ráðleggingunum. Veiðiráðgjöfin hafi ekki áhrif á frumvörp um veiðigjald og strandveiðar.

Óvissa er um framhald þingstarfa og þingfundur fer fram á morgun. Ekkert samkomulag er um hvenær þinglok verða.

Formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis upplýsti aðstoðarmenn forsætisráðherra um það á föstudag í síðustu viku líklega fengi kólumbískur drengur íslenskan ríkisborgararétt og hann hygðist upplýsa Útlendingastofnun um það.

Trump Bandaríkjaforseti og Elon Musk eru enn ósáttir hvor við annan. Vinasamband þeirra raknaði upp í gær fyrir allra augum, með hatrömmum skeytasendingum á víxl.

Lyf sem skerða getu fólks til aka bíl eru ekki alltaf merkt með rauðum varúðarþríhyrningi. Banaslys í umferðinni í fyrra er meðal annars rakið til þess ökumaðurinn tók slævandi lyf sem var ekki merkt þríhyrningnum

Frumflutt

6. júní 2025

Aðgengilegt til

6. júní 2026

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,