Kristrún segir þolinmæðina á þrotum og almenning þyrstir í banka
Íslensk stjórnvöld höfðu frumkvæði að yfirlýsingu sjö ríkja þar sem krafist var tafarlausra aðgerða á Gaza. Þolinmæðin er á er á þrotum, segir forsætisráðherra.
Íslenskur karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 15 stúlkum undir lögaldri. Samanlagt hefur hann hlotið tíu ára dóm fyrir brot gegn 20 stúlkum
Áhuga almennings á hlutabréfum í Íslandsbanka fór fram úr björtustu vonum bankastjórans. Tíundi hver lögráða Íslendingur skráði sig fyrir hlut og fjármálagreinandi telur það geta verið gott að bankinn sé í dreifðri eigu.
Hækkun veiðigjalds getur haft afdrifarík áhrif á einstaka byggðakjarna. Samtök sjávarútvegssveitarfélaga telja stjórnvöld þurfa að fara hægar í sakirnar.