Kvöldfréttir útvarps

Ríkið selur allt og þrír með réttarstöðu sakbornings

Ríkið selur allan hlut sinn í Íslandsbanka í útboðinu sem lauk klukkan fimm í dag 45,2 prósent en ekki aðeins þau 20 prósent sem gert var ráð fyrir í upphafi. Eftirspurn innanlands var fordæmalaus segir í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Þrír eru með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á bruna á meðferðarheimilinu Stuðlum, þar sem sautján ára piltur lést.

Framlög vegna íþróttahúss KR verða skert um hundrað milljónir verði breytingatillögur borgarstjóra á fjárfestingaáætlun samþykktar. Framlög til selalaugar eiga hækka um sextíu milljónir króna. Framkvæmdastjóra KR er brugðið yfir tillögunni.

Allt bendir til þess fundur sendinefnda Úkraínu og Rússlands um friðarviðræður fari fram á morgun. Ekki er búist við stórtíðindum.

Formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar vill hraða sameiningu sveitarfélaga á Vestfjörðum. Mismikil stemning er fyrir sameiningu.

Fimm stærstu útgerðarfélögin greiddu meira en þriðjung af því veiðigjaldi sem innheimt var á síðasta ári. Þau eiga eignir upp á hundruð milljarða og fingraför eigenda þriggja þeirra eru víða ekki aðeins í sjávarútvegi.

Frumflutt

15. maí 2025

Aðgengilegt til

15. maí 2026
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,