Dómsmálaráðherra hefur óskað skýringa frá héraðssaksóknara vegna stórfellds gagnaþjófnaðar úr kerfum sérstaks saksóknara fyrir rúmum áratug.
Hamas sleppti í dag bandarískum gísl. Bandaríkjaforseti er á leið til Miðausturlanda í opinbera heimsókn.
Fjármálaráðherra segir mjög skýra hagsmuni fólgna í að eiga eyðslugrennri bíla þrátt fyrir að nýtt frumvarp geri ráð fyrir að kílómetragjald verði jafnt á bíla óháð bensíneyðslu eða þyngd bíls.
Grænlendingar tóku við formennsku í Norðurskautsráðinu í dag sem fulltrúar Danmerkur. Þeir standa frammi fyrir miklum áskorunum í tveggja ára formannstíð.
Mál daufblinds manns sem synjað var um túlkaþjónustu er til skoðunar hjá Sjúkratryggingum Íslands. Forstjóri þeira segir að umsókn um túlkaþjónustu hafi ekki fylgt með málsgögnum.
Írska lögreglan er væntanleg til Íslands í sumar til að rannsaka hvarf Jóns Þrastar Jónssonar, sem ekkert hefur spurst til í sex ár.