Kvöldfréttir útvarps

Lögreglan á Suðurlandi rannsakar njósnamál og laugardagsfundur á þingi

Lögreglurannsókn er hafin á umfangsmiklum gagnaþjófnaði og njósnum fyrir rúmum áratug. Ríkissaksóknari telur möguleg brot ekki fyrnd, ef þau eru rannsökuð sem brot á persónuverndarlöggjöf.

Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir búast megi við harðari deilum um veiðigjald eftir málþóf í fyrstu umræðu. Boðað hefur verið til auka þingfundar á Alþingi á morgun.

Bandaríkin ætla koma á fót kerfi þar sem einkafyrirtæki dreifa hjálpargögnum á Gaza. Sameinuðu þjóðirnar gagnrýna áformin og segja þau gera neyðaraðstoð hernaðarvopni.

Nýtt öldrunargeðteymi tók til starfa við Landspítalann í síðasta mánuði. Forstöðumaður geðþjónustu Landspítalans segir áratugum saman hafi verið skortur á sérhæfðri geðþjónustu fyrir aldraða.

Gengið hefur á með éljum á vestanverðu landinu í dag og snjóað í byggð. Garðyrkjufræðingur hefur ekki miklar áhyggjur af áhrifum ofankomunnar á sumarblómin.

Frumflutt

9. maí 2025

Aðgengilegt til

9. maí 2026
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,