Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir 26. apríl 2025

Yfir 40 prósent allra fanga á Íslandi eru með erlent ríkisfang. Fangelsismálastjóri vill endurskoða reglur til útlenskir fangar geti lokið afplánun í sínu heimalandi.

Framkvæmdastjóri leigubílastöðvar íhugar merkja bíla kvenbílstjóra sérstaklega. Sífellt algengara er konur biðji um kvenkyns bílstjóra vegna umræðu um öryggi í leigubílum.

Bæði Rússar og Úkraínumenn segjast reiðubúnir til beinna friðarviðræðna án skilyrða. Bandaríkjaforseti óttast forseti Rússlands draga sig á asnaeyrunum.

Mahmud Abbas, forseti heimastjórnar Palestínu og Fatah-hreyfingarinnar, skipaði í fyrsta sinn í dag í nýtt embætti varaforseta Frelsissamtaka Palestínu, PLO. Nýi varaforsetinn er talinn líklegur arftaki Abbas.

Eftir þriggja ára baráttu fóru umhverfisverndarsamtökin Just Stop Oil í sína síðustu mótmælagöngu í dag. Ellefu félagar í samtökunum sitja í fangelsi.

Frumflutt

26. apríl 2025

Aðgengilegt til

26. apríl 2026
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,