Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn breytti í dag spá um hagvöxt í heiminum. Ástæðan er óvissa sem ríkir vegna tollastefnu Bandaríkjaforseta.
Prófessor í hagfræði við London School of Economics segir fátt koma á óvart í spánni.
Utanríkisráðherra segist ekki hlynnt þátttöku Ísraels í Eurovision á meðan stríðsglæpir eru framdir á Gaza. Stjórnendur Söngvakeppninnar hér heima fagna afstöðunni.
Á þriðja tug létust í árás á ferðamenn á Indlandi í dag. Enginn hefur lýst henni á hendur sér.
Metfjöldi er skráður á Andrésar Andar-leikana sem verða settir annað kvöld.