Kvöldfréttir útvarps

Uppsagnir á Blönduósi, Viðskiptaráð um fjölmiðla, hagræðing, friðarviðræður og tvíræður titill í Eurovision

Húnvetningar segja hópuppsögn í sláturhúsinu á Blönduósi reiðarslag. Tuttugu og þremur af tuttugu og átta starfsmönnum SAH-kjötafurða var sagt upp störfum. Mörgum spurningum er enn ósvarað.

skýrsla Viðskiptaráðs segir umsvif einkarekinna fjölmiðla á Íslandi hafa minnkað en umsvif hins opinbera aukist á fjölmiðamarkaði undanfarin ár.

Stjórnarandstæðingar segja tillögur starfshóps forsætisráherra um hagræðingu í ríkisrekstri lítt útfærðar og upphæðina ekki háa miðað við heildarumfangið.

Samkomulag hefur náðst um áframhaldandi friðarviðræður milli Úkraínu og Bandaríkjanna. Ekki liggur fyrir hvort það nægi til Bandaríkin afturkalli ákvörðun um hætta hernaðarstuðningi við Úkraínu.

Hæstiréttur Bandaríkjanna sló á hendur Bandaríkjaforseta sem vildi frysta tveggja milljarða dala stuðning við erlendar hjálparstofnanir. Þetta er fyrsta tilskipun forsetans sem kemur til kasta hæstaréttar.

Malta þarf breyta nafni og texta Eurovision-lags eftir EBU setti út á tvíræðni. Flytjandinn segist hvergi af baki dottin.

Umsjón: Þorgils Jónsson og Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Mark Eldred

Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir

Frumflutt

5. mars 2025

Aðgengilegt til

5. mars 2026
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,