Morgunútvarpið

Lúðrasveit, bílastæðamál, erfðabreytingar, forsetaframboð og handbolti

Lúðrasveit Þorlákshafnar fagnar 40 ára afmæli í ár og verkefnin hafa verið fjölbreytt þessa fjóra áratugi. eru stórtónleikar fram undan í tilefni tímamótanna og við slógum á þráðinn austur í Þorlákshöfn og heyrðum í Daða Þór Einarssyni stjórnanda sveitarinnar.

Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, hefur vakið athygli á því Reykjavíkurborg og einkafyrirtæki hafa undanförnu stóraukið gjaldtöku fyrir bílastæði, stækkað gjaldtökusvæði, lengt gjaldtökutíma og sett upp ný. Segir FÍB þetta græðgisvæðingu. Runólfur Ólafsson hjá FÍB og Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar komu til okkar og ræddu þetta mál.

Árið 2018 skók ólögleg erfðabreyting vísindamannsins He Jiankui á þremur fósturvísum sem eru orðnir börnum vísindaheiminn. Fréttir bárust af því á dögunum Jiankui hefði hafði vísindastörf sín á eftir afplánun þriggja ára dóms sem hann hlaut vegna þessa. Við ræddum vísindin og siðfræðina við Ernu Magnúsdóttur og Guðrúnu Valdimarsdóttur. Þær eru dósentar við læknadeild Háskóla Íslands.

Sífellt bætist í hóp þeirra sem bjóða sig fram í embætti forseta Íslands. Stærsta spurningin um þessar mundir hlýtur þó vera hvort Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, bjóði sig fram. Teikn hallast í þá átt þó ekkert enn vitað. Hvað þýðir það fyrir flokkinn og ríkisstjórnina? Eiríkur Bergmann var á línunni.

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta leikur mikilvægan leik við Lúxemborg ytra í dag og svo við Færeyjar um helgina. Leikirnir eru hluti af hugsanlegri leið liðsins á EM og Kristjana Arnarsdóttir íþróttafréttamaður leit við hjá okkur og fór aðeins yfir málin með okkur í aðdraganda leiks.

Tónlist:

Moses Hightower - Alltígóðulagi.

Jónas Sig og Lúðrasveit Þorlákshafnar - Faðir.

Trúbrot - To be grateful.

Hera - Scared of heights.

Supertramp - Logical song.

John Mayer - Something like Olivia.

Una Torfa - Um mig og þig.

Frumflutt

3. apríl 2024

Aðgengilegt til

3. apríl 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,