Morgunútvarpið

Siglingaklúbbur, easyjet á Akureyri, Ungverjaland, Frakkland, Snæfellsbær á afmæli og þinglok.

Við forvitnuðumst um opið hús sem er hjá Siglingaklúbbnum Þyt í Hafnarfirði reglulega en þar er hægt prófa róa á kajak, sigla kænum og jafnvel fara í siglingu á kjölbát. Klúbburinn býður upp á siglinganámskeið og æfingar fyrir börn og fullorðna. Formaður klúbbsins, Markús Elvar Pétursson, kom til okkar.

Breska flugfélagið easyJet bauð í fyrsta sinn síðasta vetur upp á flug frá London til Akureyrar og í vetur á bæta við flugi til Manchester. Þetta var tilkynnti í gær. Við heyðrum í Arnheiði Jóhannsdóttur, sem er framkvæmdarstjóri Markaðsstofu Norðurlands, um þýðingu þessa fyrir norðanmenn.

Við slógum á þráðinn til Ungverjalands þar sem Snærós Sindradóttir, fyrrum Morgunútvarpskona, var á línunni og sagði okkur af ungverski pólitík og hneykslismál henni tengdri.

Emmanuel Macron Frakklandsforseti boðaði óvænt til kosninga á sunnudaginn þegar ljóst var flokkur hans beið afhroð í Evrópuþingkosningunum. Öfgahægri flokkar hafa verið sækja í sig veðrið þar í landi og mikillar óánægju hefur gætt um störf Macrons í þónokkurn tíma. Torfi Tulinius prófessor komur til okkar í spjall um frönsku pólitíkina og þjóðarsálina.

Í gær heyrðum við í bæjarstjóra Reykjanesbæjar en bærinn fagnar 30 ára afmæli. Það sama er uppi á teningnum hjá Snæfellsbæ en bærinn varð til við sameiningu Ólafsvíkurkaupstaðar, Neshrepps utan Ennis, Breiðuvíkurhrepps og Staðarsveitar þann 11. júní 1994. Sveitarfélagið fagnar þessum áfanga með afmælisviku sem hófst í gær. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, var á línunni.

Allt stefnir í framlengingu á þingi sem átti ljúka núna á föstudaginn kemur. Eldhúsdagsumræður fara fram í kvöld og Höskuldur Kári Schram þingfréttamaður leit við hjá okkur og setti okkur inn í málið.

Lagalisti:

Nýdönsk - Á plánetunni jörð

Moby - Porcelain

Taylor Swift og Post Malone - Fortnight

T Rex - Get it on

Björgvin Halldórsson og Ragnhildur Gísladóttir - Franska lagið

The Eagles - One Of These Nights

Ultraflex - Say Goodbye

Frumflutt

12. júní 2024

Aðgengilegt til

12. júní 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,