• 00:09:24Leyniförin
  • 00:25:53Heimsbikarmót í pílu
  • 00:40:08Snjallsímanotkun ungs fólks
  • 00:54:14Geðsveiflan 2024
  • 01:10:59Fréttir vikunnar

Morgunútvarpið

Leyniförin, heimsbikarmót í pílu, snjallsímanotkun ungs fólks, Geðsveiflan 2024 og fréttir vikunnar.

Þáttaröðin Leyniförin á Rás 1 hefur vakið athygli en hún fjallar um leyniverkefni á vegum C.I.A. og bandaríska sjóhersins sem íslendingur, Birgir Þór Helgason, stýrði á árunum 1986 til 1988. Guðrún Hálfdánardóttir, umsjónarmaður þáttarins, leit við til segja okkur aðeins meira af þessari stórmerkilegu sögu.

Ísland er fara keppa á heimsbikarmótinu í pílu eða World Cup Of Darts í lok júní. Einn keppanda þar er Pétur Rúðrik Guðmundsson en hann heldur sérstakt styrktarmót vegna þessa á laugardaginn. Pétur kom til okkar til segja okkur frá mótinu, pílunni og gríðarlegum uppgangi hennar hérlendis sem og auknum fjölda yngri iðkenda.

Snjallsímanotkun ungs fólks hefur verið töluvert í umræðunni undanförnu en Akureyrarbær kynnti á dögunum svokallaða símasáttmála í grunnskólum bæjarins sem taka gildi næsta vetur þar sem farsímar verða nær alveg bannaðir í grunnskólum. Skúli Bragi Geirdal, sviðsstjóri SAFT Netör­ygg­is­miðstöðvar Íslands kom í heimsókn til okkar til ræða þessi mál.

Geðsveiflan 2024 er Golf viðburður til styrktar Geðhjálp. Markmiðið er vekja athygli á geðheilbrigði og mikilvægi þess stunda íþróttir, útivist og bæta félagslega heilsu. Guðmundur Hafþórsson, sem þekkir starf Geðhjálpar af eigin raun, mun spila golf í 24 tíma á vellinum. Golfklúbburinn Oddur og Golfsamband Íslands hafa tekið höndum saman með Guðmundi í gera þennan viðburð veruleika. Guðmundur kom í kaffi.

Svo föóum við yfir fréttir vikunnar eins og venjan er á föstudögum en þau Eva Björk Benediktsdóttir, íþróttafrettakona og Skapti Hallgrímsson, ritstjóri Akureyri.net komu í hljóðver fyrir norðan og fóru yfir hvað bar hæst í vikunni.

Lagalisti:

Helgi Björnsson - Kókos og engifer

David Bowie - China Girl

YG Marley - Praise Jah In the Moonlight

Patti Smith - Because the Night

Jónfrí og Ólafur Bjarki Bogason - Gott og vel

Gummi Haff - No regrets

Foo Fighters - Big Me

Fleetwood Mac - Hold Me

GDRN - Þú sagðir

Frumflutt

21. júní 2024

Aðgengilegt til

21. júní 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,