Morgunútvarpið

Torfæra, norðurlandaráð, rappara rifrildi og fréttir vikunnar

Fyrsta umferð Íslandsmótsins í torfæru, Sindratorfæran, fer fram í gryfjunum við Gunnarsholtsveg, austan við Hellu, á morgun laugardag. Það eru Flugbjörgunarsveitin Hellu og Akstursíþróttanefnd Ungmennafélagsins HEKLU sem standa keppninni en í ár hafa ekki verið fleiri þátttakendur síðan 2006. Hátt í 5000 manns koma árlega til þess fylgjast með. Kári Rafn Þorbergsson, keppnisstjóri, var á línunni.

Grænlendingar hafa sagt sig úr Norðurlandaráði í mótmælaskyni við það sem forsætisráðherrann, Múte B. Egede, kallar mismunun meðlima ráðsins. Bryndís Haraldsdóttir forseti Norðurlandaráðs og Oddný Harðardóttir varaforseti þess komu til okkar ræða norrænu pólitíkina.

Drake og Kendrik Lamar, tveir risar í rappheiminum eiga í harðvíruðum útistöðum þessa dagana. Deilurnar hafa mestu leiti farið fram í formi ásakana í rapptextum en þær náðu mögulega hámarki í fyrradag þegar lífvörður Drake var skotinn í bringuna fyrir utan heimili rapparans. Hvað er í gangi? Daníel Ólafsson, betur þekktur sem plötusnúðurinn Danni Deluxe fór yfir málið með okkur.

Fréttir vikunnar voru sjálfsögðu á sínum stað til koma föstudeginum almennilega í gang. Við fórum yfir það helsta sem var frétta með menningarspegúlantinum og lestarstjóranum Lóu Björk Björnsdóttur og áhrifavaldinum Tinnu Miljević.

Lagalisti:

Björgvin Halldórsson og Ragga Gísla - Ég gef þér allt mitt líf

The Pretenders - Don't Get Me Wrong

Jóhanna Guðrún Jónsdóttir - Hetjan

Bríet - Sólblóm

Bubbi Morthens og Katrín Halldóra - Án Þín

Kendrick Lamar - Poetic Justice (feat. Drake)

Frumflutt

10. maí 2024

Aðgengilegt til

10. maí 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,