Morgunútvarpið

Geislavarnir, náms- og atvinnutækifæri, fjármál, svefn, hryðjuverkamál og skeggvöxtur

Gísli Jónsson, sérfræðingur hjá Geislavörnum ríkisins fór yfir geislavarnir hér á landi, en fréttir bárust í gær um haustið 2022 hafi yfirvöld í Bandaríkjunum metið stöðu mála í Úkraínu þannig helmingslíkur væru á því stjórnvöld í Rússlandi myndu beita kjarnorkuvopnum ef úkraínski herinn kæmist í gegnum varnir Rússa á Krímskaga. Í greinaröð New York Times um málið kemur jafnframt fram þúsundir lækna, hjúkrunafræðinga og annarra heilbrigðisstarfsmanna hafi verið þjálfaðir í bregðast við og veita umönnun vegna geislamengunar.

Í síðustu viku var lögð fram skýrsla starfshóps um aukin náms- og atvinnutækifæri fatlaðs fólks. Sara Dögg Svanhildardóttir var formaður starfshópsins og við fengum hana til okkar til segja okkur frá helstu niðurstöðum og næstu skrefum.

Björn Berg Gunnarsson, fjármálaráðgjafi, ræddi vexti, verðbólgu og væntingar.

Það ku vera sérstök svefnvika núna og Betri svefn hefur gefið út fyrsta svefn smáforrit í heiminum sem er eingöngu sniðið konum og þeirra þörfum. Dr. Erla Björnsdóttir kom til okkar og sagði okkur frá þessari nýjung sem heitir SheSleep.

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær mennina sem ákærðir voru fyrir tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í þeirri tilraun en eins og fjallað hefur verið um er þetta í fyrsta skipti hér á landi sem dómur er kveðinn upp í máli tengdu hryðjuverkum. Við ætlum ræða málið, niðurstöðuna og möguleg áhrif við Sigurð Örn Hilmarsson, formann Lögmannafélags Íslands.

Íslandsmeistaramótið í skeggvexti fer fram á laugardaginn kemur. Við fengum Jón Baldur Bogason yfirumsjónarmann hjá Skeggfjelagi Reykjavíkur og nágrennis til okkar, en félagið heldur utan um keppnina.

Tónlist:

Jón Jónsson - Spilaborg.

Gabrielle - Out of reach.

Green Day - Time of your life.

Júlí Heiðar og Patr!k - Heim.

Dire Straits - Money for nothing.

Bashar Murad - Wild west.

Loreen - Euphoria.

Stranglers - Always the sun.

Mugison - Stóra stóra ást.

ZZ Top - Gimme all your loving.

Frumflutt

13. mars 2024

Aðgengilegt til

13. mars 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,