Síðdegisútvarpið

Guðmundur Ingi Guðbrandsson,áfengisumræðan. soðkokkurinn og aðstoð að lokinni afplánun

Fjögur frumvörp Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra, urðu lögum um helgina.

Frumvarp ráðherra vegna breytinga á örorkulífeyriskerfinu og breytingu á fæðingar- og foreldraorlofi og lögum um sorgarleyfi voru samþykkt. Einnig var samþykkt frumvarp um breytingu á lögum um réttindagæslu fatlaðs fólks og svo voru gerðar ýmsar breytingar á lögum vegna samstarfs og eftirlits á vinnumarkaði. Við ætlum heyra í Guðmundi Inga Guðbrandssyni félags og vinnumarkaðsráðherra hér á eftir.

Jakob Smári Magnússon, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum kemur til okkar og segir okkur frá Aðstoð eftir afplánun sem er nýtt verkefni á vegum Rauða krossins norskri og danskri fyrirmynd og felur í sér sjálfboðliðar Rauða krossins aðstoða fólk sem lokið hefur afplánun við hin ýmsu mál.

Soðkokkurinn Kristinn Guðmundsson kíkir í kaffisopa til okkar beint frá Brussel í Belgíu þar sem hann er búsettur. Hann lenti í Keflavík skömmu eftir hádegi og hann ætlar koma við hér í Efstaleitinu áður en hann leggur af stað á Höfn í Hornafirði þar sem hann heldur hátíð fyrir hornfirsku kartöfluna um næstu helgi. Hvernig ætlar hann gera það, meira um það hér á eftir.

Við ætlum forvitnast um matarreikni sem verkfræðistofan Efla hefur þróað til reikna út kolefnisspor máltíða. Sigurður Loftur Thorlacius umhverfisverkfræðingur hjá Eflu heldur utan um hugbúnaðinn sem hefur verið ryðja sér til rúms undanfarin ár og hann kemur í síðdegisútvarpið á eftir og við forvitnumst um hvernig þessir matrareiknir virkar.

Í dag birtist pistill á vísi eftir Benedikt S. Benediktsson lögfræðing SVÞ Samtaka verslunar og þjónustu undir yfirskriftinni Áfengisumræðan ? En þar fjallar Benedikt um undanfarið hafi átt sér stað endurteknar umræður um verslun með áfengi. En bendir hann á umræðan verði þroskast. Benedikt kemur til okkar á eftir.

Frumflutt

25. júní 2024

Aðgengilegt til

25. júní 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,