Síðdegisútvarpið

Tik Tok ráð, fótbolti, og nýjung í greiningu á kynsjúkdómum

Nýtt kerfi hefur verið tekið í gagnið á göngudeild húð- og kynsjúkdóma Landspítalans sem gerir fólki kleift undirgangast kynsjúkdómapróf, án þess tala við einn einasta heilbrigðisstarfsmann. Elísabet Reykdal Jóhannesdóttir húð og kynsjúkdómalæknir kemur til okkar á eftir og segir okkur frá þessari nýjung.

Manchester city hefur höfðað mál gegnu ensku úrvarlsdeildinni. Félagið sakar deildina um mismunum gegn félögum sem hafa sterk tengsl við Persaflóasvæðið en liðið er í eigu City Football Group sem á 12 önnur lið og er mestu í eigu sjóðs varaforseta Sameinuðu arabísku furstadæmana. Einar Örn Jónsson íþróttafréttamaður kemur til okkar á eftir og fer yfir þetta mál með okkur.

Mugison fékk þá frábæru hugmynd heimsækja 100 kirkjur í 100 póstnúmerum í sérstöku tónleikamaraþoni hans í sumar. Mugison kemur til okkar á eftir og fær sér kaffibolla með okkur og við spyrjum hann út í þetta allt saman en auk þessa er hann koma fram í hátíðarbúningi í Háskólabíói um helgina.

Atli Fannar Bjarkason kemur til okkar á eftir eins og alla fimmtudaga með MEME vikunnar.

Við ætlum ræða golfíþróttina við Huldu Bjarnadóttur sem er forseti Golfsambandsins en þrátt fyrir kuldatíð er allt gerast í golfinu á Íslandi og við heyrum af því.

Vonskuveður gengur yfir norðausturhluta landsins og á línunni hjá okkur er Yann Kolbeinsson líffræðingur hjá náttúrustofu Norð-Austurlands.

Frumflutt

6. júní 2024

Aðgengilegt til

6. júní 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,