Síðdegisútvarpið

Kolefnisbinding Running Tide, kammertónlist, ný starfsemi í Vinabæ og EM í fótbolta.

Tónlistarhátíðin Við Djúpið er árleg kammertónlistarhátíð sem haldin er á Ísafirði og nær aftur til sumarsins 2003. Við Djúpið hefst á sjálfan þjóðhátíðardaginn og inniheldur dagskráin gnægt af spennandi tónleikum, matarupplifunum og náttúruskoðun svo eitthvað nefnt. Við hringdum vestur í djúp til Greips Gíslasonar hátíðarhaldara.

Það eru eflaust margir borgarbúar og mögulega þverskurður þjóðarinnar allrar sem þekkir Vinabæ í Skipholti í Reykjavík. Þar var spilað Bingó í árafjöld allt til ársins 2022 en áður var þar kvikmyndahúsið Tónabíó. er aftur komið líf í þetta fornfræga félagsheimili og við heyrðum í Sigurði Pétri Snorrasyni sem stendur fyrir nýju lífi hússins og spyrjum hvað standi til.

Á inniskónum er skemmtileg yfirskrift nýrrar spjalltónleikaraðar píanóleikara Magnúsar Jóhanns þar sem hann fær til sín gesti víðsvegar úr tónlistarlífinu í Menningarhúsið Hannesarholt. Þar mun Magnús setja tónlist viðmælenda sinna í nýjan búning og úr mun verða áhugaverður bræðingur. Gestur hans í kvöld verður Bjarni Daníel Þorvaldsson sem kemur úr alla annarri tónlistarsenu en Magnús og við fengum þá hér í stutta heimsókn til forvitnast örlítið meira um inniskóna þeirra.

fer bresta á með fuðrandi fótboltaveislu, EM karla í fótbolta verður sparkað af stað nánast eftir útsendingu Síðdegisútvarpsins lýkur og opnunarleikurinn er á milli gestgjafanna Þýskalands og nágranna okkar Skota. Sérfræðingateymi íþróttadeildar er á haus leggja lokahönd á undirbúninginn og við stálum Gunnari Birgissyni sem mun lýsa opnunarleiknum í örstutt spjall.

Running Tide er alþjóðlegt loftslagsfyrirtæki á sviði sjávarheilsu líkt og segir í kynningartexta. Fyrirtækið bindur kolefni í sjó með því sökkva kolefnisflothylkjum úr timbri, kalksteini og þörungum í djúpsjó og hraða þannig náttúrulegum ferlum hafsins til binda kolefni og snúa við súrnun sjávar. Sagt var frá því í miðlum fyrirtækið hefði snögglega hætt allri starfsemi á dögunum en að­gerð­ir þeirra umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þetta kemur m.a. fram í umfangsmkilli grein í Heimildinni og blaðamaður þess miðils, Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, skýrði þetta áhugaverða mál fyrir okkur

Frumflutt

14. júní 2024

Aðgengilegt til

14. júní 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,