Síðdegisútvarpið

Fjörug fjölskyldufrí, fótboltaumfjöllun, Brussel, barnadjass og verkefni Veðurstofunnar.

Hvernig í ósköpunum eigum við halda í neistann og rómantíkina yfir sumarleyfistímann? Þegar allir fjölskyldumeðlimir eru heima með tilheyrandi látum og veseni, er þá yfir höfuð pláss fyrir parsamböndin og nándina, eða er þetta einfaldlega tími fjölskylduheildarinnar? Theodór Francis Birgisson er klínískur félagsráðgjafi með áherslu á fjölskyldu- og hjónabandsráðgjöf. Hann ræddi við okkur.

Barnadjass í Mosó er skemmtileg tónlistarhátíð sem hefst í Mosfellsbæ á morgun og stendur yfir helgina. Flytjendur eru á aldrinum 7-15 ára og koma frá höfuðborgarsvæðinu, Ísafirði, Noregi og Færeyjum. Auk þess sem þau hafa rætur m.a. í Afganistan, Hollandi, Kína, Nígeríu, Palestínu, Litháen og Svíþjóð. Guðrún Rútsdóttir er á fullu í undirbúningi hátíðarinnar og sagði okkur betur frá þessari veislu í Mosfellsbæ.

SOFF kallast sérhæfður loftslagssjóður Sameinuðu þjóðanna sem styður við uppbyggingu veðurathugana í smærri löndum. Veðurstofa Íslands verður eflaust ein þeirra stofnana sem gegnir stóru hlutverki í gagnaöflun þegar kemur loftslagsmálum. Hildigunn­ur H. H. Thor­steins­son er nýskipaður for­stjóri Veður­stofu Íslands, tók við núna 1. júní og hún fræddi okkur örlítið um loftslagssjóðinn og verkefni Veðurstofunnar.

EM í knattspyrnu er auðvitað á fullri ferð og búið vera stórskemmtileg veisla hingað til. Mikið um óvænt úrslit og alls konar uppákomur. Frá og með gærdeginum höfðu allar keppnisþjóðirnar leikið og sýnt sig á stóra sviðinu og til þess fara yfir helstu tíðindin og frekari spár fengum við Hjörvar Hafliðason sem er eins konar doktor í fótboltafræðum.

Og loks rétt eins og allflesta miðvikudaga þá slógum við á þráðinn til Björns Malmquist sem staddur í Brussel.

Frumflutt

19. júní 2024

Aðgengilegt til

19. júní 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,