Síðdegisútvarpið

Ástarsaga, fótbolti, eftirköst Covid og montnir laxveiðimenn

Gunnar Svanbergsson sjúkraþjálfari glímir við langvinn einkenni Covid en Gunnar veiktist Covid 19 um jólin 2020 og hefur verið greindur með ME sjúkdóminn (síþreytu) Gunnar gagnrýnir heilbrigðiskerfið engin eftirfylgni með þeim sem sitja uppi með langvinnar eftirstöðvar Covid 19 sýkingar og kallar eftir því vísinda - og heilbrigðisstarfsfólk rannsaki þetta frekar. Gunnar kemur til okkar í þáttinn í dag.

Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir iðnaðarnjósnir séu raunveruleg ógn við íslensk fyrirtæki en netöryggisfræðingar hafa varað við hættulegum hópum netþrjóta sem gera atlögu íslenskum innviðum og fyrirtækjum til komast yfir viðkvæmar upplýsingar. Við ætlum ræða þetta betur á eftir við Sigurð sem mætir í Síðdegisútvarpið.

Út er komin bókin Ég er þinn elskari. Bréf Baldvins Einarssonar til Kristrúnar Jónsdóttur sem skrifuð voru á árunum 1825-1832. Erla Hulda Halldórsdóttir, prófessor í sagnfræði við Deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði HÍ, ritar ítarlegan inngang um sögu Kristrúnar og Baldvins og bjó bréf hans til prentunar með skýringum og nútímastafsetningu.

Magnús Rann­ver Rafns­son, verk­fræðing­ur og fram­kvæmda­stjóri Línu­dans ehf. kemur í Síðdegisútvarpið í dag strax loknum fimm fréttum. Magnús setti fram hugmyndir um hraunbrú þegar eldgosið í Fagradalsfjalli stóð sem hæst. Um er ræða mannvirki, eða stokk, sem lagður er yfir vegi eða lagnir sem Magnús segir sérstaklega hentugur valkostur til verja hitaveitulagnir og aðra línulega formaða innviði með varanlegum hætti. Við ætlum ræða þetta fyrirbæri hraunbrú við Magnús hér á eftir og spyrjum hvort þetta raunhæfur kostur til mynda á Reykjanesskaganum þar sem ekkert lát virðist vera á eldsumbrotum.

Það er landsleikur á eftir þegar karlalið okkar í knattspyrnu mætir hollendingum. Við ætlum til okkar íþróttafréttamennina Almar Ormarrsson og Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson til hita upp fyrir leikinn.

Veiðimenn ættu forðast lyfta laxahrygnum eins og verðlaunagrip úr vatninu því óvarleg meðhöndlun gæti spillt hrognum. Þetta kom fram á verndarráðstefnu sem haldin var á Vopnafirði á dögunum. Við ætlum ræða við Jóhannes Sturlaugsson fiskifræðing í dag og fara yfir það með honum hvað ber varast þegar veitt er til þess raska lífríkinu sem minnst

Frumflutt

10. júní 2024

Aðgengilegt til

10. júní 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,