Morgunútvarpið

Galdrafár, Reykjanesskaginn, Súdan, netöryggi og Vísindahorn Sævars.

Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Rúnar Róbertsson

Um næstu helgi fer fram menningar- og listahátíð með fræði- og listafólki frá fjölmörgum löndum sem ber nafnið Galdrafár á Ströndum og fer fram á Hólmavík. Meginþemað eru galdrar og fornnorræn menning. Hrafnhildur Guðjónsdóttir sagði okkur frá því.

Reykjanesskaginn minnti kurteisislega á sig með örlítilli smáskjálftahrinu um helgina. Eldgosið helst stöðugt og landris einnig. Sem þýðir hvað? Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur var á línunni.

Ár var liðið í gær síðan borgarastyrjöld hófst í Súdan með skelfilegum afleiðingum fyrir börn og fjölskyldur sem neyðst hafa til flýja heimili sín. Þrátt fyrir mikla neyð eru átökin kölluð gleymda stríðið. Birna Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri UNICEF kom til okkar og fór yfir stöðuna.

Anton Már Egilsson forstjóri Syndis kom til okkar ræða netöryggismál.

Í lok þáttar kom Sævar Helgi Bragason í sitt hálfsmánaðarlega Vísindahorn.

Frumflutt

16. apríl 2024

Aðgengilegt til

16. apríl 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,