Morgunútvarpið

Álfar, Grindavík, Tork gaurinn og fréttir vikunnar

Við byrjuðum daginn í hulduheimum en efnt verður til ráðstefnu í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri 20. apríl næstkomandi um álfa og huldufólk og mun það vera fyrsta ráðstefna sinnar tegundar hér á landi. Bryndís Fjóla Pétursdóttur frumkvöðull, garðyrkjufræðingur og Völva er manneskjan baki þessum viðburði og við slógum á þráðinn til hennar.

Í vikunni var 50 ára kaupstaðarafmæli Grindavíkurbæjar fagnað, en á sama tíma búa Grindvíkingar enn við mikla óvissu og segja ótal spurningum ósvarað. Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur var gestur okkar.

Bílaþátturinn Tork gaurinn hefur vakið athygli á Vísi en fjórða serían þar er nýfarin í sýningar. Stjórnandi þáttarins er James Einar Becker. Hans aðalstarf er þó ekki vera sjónvarpsmaður heldur markaðsstjóri Háskólans á Bifröst. James Einar kom til okkar og ræddi bíla og Bifröst.

Til fara yfir fréttir vikunnar með okkur komu þau Hulda Bjarnadóttir, forseti Golfsambands Íslands og Gunnlaugur Helgason, Gulli Helga eða Gulli byggir.

Tónlist:

Helgi Björns - Himnasmiður.

Magnús Þór Sigmundsson - Álfar.

Prefab Sprout - Cars and girls.

Langi Seli og Skuggarnir - Breiðholtsbúgí.

Kylie Minogue - Can't get you out of my head.

Frumflutt

12. apríl 2024

Aðgengilegt til

12. apríl 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,