Morgunútvarpið

Boltinn, Khorasan ISKP, niðurskurðarhyggja í 100 ár, neysluvenjur og Ozempic, Náttúruhlaup og Apple vandræði.

Það ræðst í kvöld hvort Ísland verði meðal þátttökuþjóða á EM karla í fótbolta í Þýskalandi í sumar en íslenska landsliðið mætir því úkraínska í kvöld. Við heyrðum í Sveini Ásgeirssyni, formanni stuðningssveitarinnar Tólfunnar, í upphafi þáttar.

Við ræddum Khorasan-hóp íslamska ríkisins, ISKP, sem segist bera ábyrgð á árásinni í og samskipti Rússlands og ríkja í Mið-Austurlöndum við Kjartan Orra Þórsson, sérfræðing í málefnum Írans.

Sveinn Máni Jóhannesson, nýdoktor í sagnfræði við Háskóla Íslands, var gestur okkar fyrir átta fréttir. Hann skrifaði grein í nýjasta tölublað Vísbendingar um niðurskurðarhyggju á Íslandi í hundrað ár þar sem hann talar meðal annars um fræðilega stöðnun á vettvangi hagfræðinnar. Við ræddum þessar hugmyndir betur við hann.

Viðskiptamogginn birti grein í gær með fyrirsögninni Neysla Ozempic gæti breytt allri neysluhegðun. Erla Gerður Sveinsdóttir heimilislæknir sem hefur sérhæft sig í meðferðum við offitu ræddi lyfið byltingarkennda og ranghugmyndir um það við okkur.

Hlaupasamfélagið náttúruhlaup fagnar 10 ára afmæli um þessar mundir. Birkir Már Kristinsson sjúkraþjálfari og framkvæmdastjóri Náttúruhlaupa kíkti til okkar í spjall um spriklið.

Guðmundur Jóhannsson tæknispekúlant ræddi við okkur í lok þáttar um vandræði Apple um þessar mundir.

Tónlist:

YG Marley - Praise Jah In the Moonlight.

London Grammar - Strong.

The Smiths - This Charming Man.

The Cure - Close To Me.

Björk - Afi.

Vampire Weekend - Capricorn.

Hjaltalín - Feels Like Sugar.

Sprengjuhöllin- Verum í sambandi.

Frumflutt

26. mars 2024

Aðgengilegt til

26. mars 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,