Morgunútvarpið

Sameining, verðbólga, Heilsubrú, Íran, íþróttir og þróun starfsánægju

Í kvöld verður fyrsti íbúafundar af þremur um sameiningu sveitarfélaganna Voga, Suðurnesjabæjar og Reykjanesbæjar. Verkefnishópur um óformlegar sameiningarviðræður þessara sveitarfélaga boðar til íbúafundanna í því skyni m.a. til þess fram framtíðarsýn íbúa. Fyrsti fundurinn er í Vogum í kvöld og Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri í Vogum kom til okkar og sagði okkur meira af þessu.

Verðbólga á Íslandi hefur verið yfir verðbólgumarkmiði frá því um mitt ár 2020. Hún náði hámarki í 10,2 prósent í febrúar 2023 en hefur síðan þá lækkað niður í 6,8 prósent. Á evrusvæðinu, Bretlandi og víðar hefur verðbólgan hjaðnað mun hraðar. Hvað veldur? Við rýndum í efnahagsmálin með Ásgeiri Brynjari Torfasyni doktor í fjármálum og ritstjóra Vísbendingar.

Sólrún Ólína Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur og fagstjóri hjá Heilsubrú var gestur okkar, en Heilsubrú er miðlæg þjónustueining hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu sem boðið hefur upp á ýmis konar námskeið og fræðslu.

Um helgina skutu Íranir tugum dróna og flugskeyta Ísrael. Þjóðarleiðtogar fordæma árásina en hvetja til stillingar til forðast frekari stigmögnun átaka. Kjartan Orri Þórsson sérfræðingur í málefnum Írans kom til okkar og ræddi stöðuna.

Við tókum okkar vikulega íþróttaspjall og með okkur í dag var Óðinn Svan Óðinsson íþróttafréttamaður.

Við fræddumst um rannsóknina Eldar í iðrum sem hófst árið 2006 meðal um 2000 unglinga í grunn- og framhaldsskólum og beinir sjónum þróun farsæls starfsferils. Unga fólkinu hefur verið fylgt eftir og þau beðin um taka þátt á nokkurra ára fresti. Sif Einarsdóttir prófessor í náms- og starfsráðgjöf er ein þeirra sem rannsókninni standa og hún kom til okkar og sagði okkur af tilgangi, markmiðum og niðurstöðum.

Tónlist:

Raven og Rún - Handan við hafið.

Cage the elephant - Neon pill.

The Beatles - Taxman.

GDRN - Þú sagðir.

Al Green - Tired of being alone.

Bruce Springsteen - Born to run.

Frumflutt

15. apríl 2024

Aðgengilegt til

15. apríl 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,