Morgunútvarpið

Vopnahlé, hjólasöfnun, fjármál, forsetaframboð, rán, fótbolti og lagnir

Tveir dagar eru liðnir frá ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um tafarlausu vopnahlé skyldi komið á á Gaza. Þrátt fyrir ályktanir öryggisráðsins séu bindandi halda Ísraelar áfram árásum sínum. Kári Hólmar Ragnarsson lektor við lagadeild Háskóla Íslands ræðir stöðuna við okkur.

Vorið er koma og einhverjir hlustendur eflaust taka fram reiðhjólin. Við ætlum ræða við Birgi Birgisson, formann félags reiðhjólabænda, um samgöngumál í borginni og hina árlegu hjólasöfnun þar sem safnað er saman gömlum og þreyttum, þau löguð og gefin fólki sem hefur ekki aðrar leiðir til eignast reiðhjól.

Björn Berg Gunnarsson lítur við hjá okkur í sitt hálfsmánaðarlega fjármálaspjall.

Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands, verður gestur okkar eftir átta fréttir þegar við ræðum forsetaframboð og stjórnmálin almennt.

Lögregla leitar enn tveggja manna sem stálu vel á þriðja tug milljóna króna úr peningaflutningabíl í Hamraborg í Kópavogi í fyrradag. Verknaðurinn virðist hafa verið skipulagður í þaula og ránið er með stærstu ránum Íslandssögunnar. Við ætlum ræða þetta mál við Margréti Valdimarsdóttur, dósent við Háskóla Íslands og doktor í afbrotafræði.

Karlalandsliðið í fótbolta tapaði í gærkvöldi naumlega fyrir Úkraínu í hreinum úrslitaleik um sæti á EM í Þýskalandi í sumar, 2-1. Kristjana Arnarsdóttir, íþróttafréttakona, er úti í Wroclaw í Póllandi, þar sem leikurinn fór fram, og verður á línunni hjá okkur.

Vísindamenn eru sammála um taka þurfi til greina þann möguleika gjósi nærri höfuðborgarsvæðinu í nálægri framtíð. Eru lagnir þ.e. heitt vatn, neysluvatn og rafmagn varin fyrir slíkum náttúruhamförum eða gætu íbúar höfuðborgarsvæðisins endað í sömu stöðu og íbúar Reykjaness í síðasta gosi? Ingvi Gunnarsson forstöðumaður auðlindastýringar, rannsóknir, nýsköpunar hjá Orkuveitunni ræðir málin við okkur.

Tónlist:

Kooks, The - Naive.

Musgraves, Kacey - Deeper Well.

Quantic, Rationale - Unconditional.

VALDIMAR GUÐMUNDSSON & MEMFISMAFÍAN - Okkar eigin Osló.

VÖK - Headlights.

THE HOUSEMARTINS - Happy Hour.

Flott - Við sögðum aldrei neitt.

Childish Gambino - Redbone [2353317].

Frumflutt

27. mars 2024

Aðgengilegt til

27. mars 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,