Morgunútvarpið

Dýrahjálp, beint frá býli, Reykjanesbær, nýr bæjarstjóri, sakamál og viðburðastjórnun

Dýrahjálp Íslands heldur úti mikilvægri starfsemi til hjálpar dýrum í heimilisleit og neyð. Í dag stendur Dýrahjálpin fyrir viðburði í tengslum við flutninga félagsins og við heyrðum í Sonju Stefánsdóttur framkvæmdastjóra Dýrahjálparinnar sem sagði okkur meira af starfseminni og því sem fram undan er.

Jóhanna Sjöfn Guðmundsdóttir, sauðfjárbóndi á Grímsstöðum í Reykholtsdal í Borgarfirði, er nýkjörin formaður samtakanna Beint frá býli. Jóhanna Sjöfn var á línunni hjá okkur og sagði okkur frá vaxandi starfsemi samtakanna og tækifærum bænda á þessum vettvangi.

Innviðir Reykja­nes­bæj­ar eru sprungn­ir sagði Morgunblaðinu í gær. sögn skipulagsfulltrúa Reykjanesbæjar þarf fjár­festa til mæta þörfum nýrra íbúa úr Grinda­vík. Við erum ein­fald­lega strand með innviði segir Gunn­ar Krist­inn Ottós­son, skipu­lags­full­trúi í Reykja­nes­bæ. Gunnar fór yfir stöðuna með okkur.

Pétur Markan er nýráðinn bæjarstjóri í Hveragerði. Ráðningin kom hratt til en Pétur hefur starfað sem biskupsritari undanfarin ár. Við ætlum spjalla við hann um tímann hjá kirkjunni og framtíðarverkefnin sem bíða fyrir austan fjall.

Sigursteinn Másson er maðurinn ... og röddin á bak við Sönn íslensk sakamál. eru nýir þættir farnir af stað hjá sjónvarpi Símans og við ræddum við Sigurstein um málin sem hann skoðar þessu sinni.

Guðbjörg Ýr Hilmarsdóttir og Eyrún Sigþórsdóttur eru nemendur í Tómstunda- og félagsmálafræði í og hluti af námi þeirra er viðburðarstjórnun. Þær stöllur, ásamt félögum sínum, hafa skipulagt tónleika sem fara fram í Lindakirkju í kvöld og eru til styrktar Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra. Við heyrðum af náminu og tónleikunum.

Tónlist:

Mugison - A little trip to heaven.

Bubbi - Holan.

Violent Femmes - Blister in the sun.

Paolo Nutini - New shoes.

Una Torfa - Um mig og þig.

Sting - Brand New Day.

Frumflutt

4. apríl 2024

Aðgengilegt til

4. apríl 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,