Morgunútvarpið

Rokksafnið, álframleiðsla, skortur á rannsóknum í byggingariðnaði, forsetaflækjan út frá stjórnsýslufræði, íþróttir og almyrkvi á sólu.

Hljómahöll fagnaði 10 ára afmæli um helgina, eins og við ræddum hér sl. föstudag, og hefur hópurinn Vinir Hljómahallar verið stofnaður á Facebook í þeim tilgangi helst mótmæla lokun Rokksafnsins í Hljómahöllinni. Baldur Guðmundsson er einn þessara vina og hann var á línunni og sagði okkur meira.

Guðríður Eldey Arnardóttir framkvæmdastjóri Samáls, samtaka álframleiðenda, kom til okkar í framhaldi af umræðu um álver og náttúruvernd sl. föstudag.

Svana Helen Björns­dótt­ir, formaður Verk­fræðinga­fé­lags Íslands skrifaði grein í Morgunblaðið þar sem hún sagði bygg­ing­ar­efni flæða inn í landið og eng­inn beri ábyrgð á rannsaka og prófa gæði þeirra við ís­lensk­ar aðstæður eða leiðbeina um rétta notk­un. Svana ræddi stöðuna við okkur.

Katrín Jakobsdóttir fráfarandi forsætisráðherra hélt á fund Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands á Bessastöðum í gær þar sem hún baðst lausnar fyrir sig og sitt ráðuneyti. Hún heldur þó áfram sem starfandi forsætisráðherra þar til stjórnarflokkar hafa komist niðurstöðu um það hver tekur við. Við ræddum stöðuna við stjórnsýslufræðinginn Hauk Arnþórsson.

Helga Margrét Höskuldsdóttir íþróttafréttamaður er í Þýskalandi með íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu sem leikur við Þýskaland á morgun. Við heyrðum í Helgu Margréti sem var stödd á æfingu íslenska liðsins.

Almyrkvi á sólu verður í Bandaríkjunum í dag og deildarmyrkvi hér á landi. Okkar maður á þessum vettvangi er auðvitað Sævar Helgi Bragason og við heyrðum í honum - en hann er einmitt staddur vestanhafs til fylgjast með.

Tónlist:

Friðrik Dór - Aftur ung (Dansaðu við mig).

Hljómar - Lífsgleði.

The Pretenders - Brass in pocket.

Emilíana Torrini - Let's keep dancing.

GDRN - Þú sagðir.

Corinne Bailey-Rae - Total eclipse of the heart.

Bonnie Tyler - Total eclipse of the heart.

Frumflutt

8. apríl 2024

Aðgengilegt til

8. apríl 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,